Skyldur leigutaka


 

Reglur fyrir leigutaka

Litla Björk og afmælissalur:

Leigist 1 klst. í Litlu Björk og 30 mín í veitingasal ( Félagsheimili ).
Hleypt er inní Litlu Björk frá þeim tíma sem leigt er.
Hleypt er inní Veitingasal 15 mín. fyrir notkun, venjulega er byrjað í Litlu Björk og síðan farið í Veitingasal.

Kynnið ykkur umgengnisreglur sem hanga uppá vegg þegar komið er inní salinn.

–  Hámarksfjöldi í Litlu Björk er 30 manns.
–  Skilyrði að það sé a.m.k. einn fullorðinn einstaklingur (20 ára) á hver 10 börn inni í Litlu Björk.
–  Leigutaki ber fulla ábyrgð á þeim einstaklingum sem eru á þeirra vegum í Íþróttamiðstöðinni Björk.
–  Púðagryfjan er einungis 1,2 metrar á dýpt og því stranglega bannað að taka púða uppúr gryfjunni og gætið þess að nóg sé af púðum þar sem verið er að stökkva í grifjuna.
–  Gætið vel að börnunum því auðvelt er að slasa sig ef ekki er farið varlega.
–  Leigutaki er ekki með báða salina í einu í tvo tíma heldur leigir hann annan salinn fyrri klukkutímann og hinn salinn seinni klukkutímann þannig að börn og forráðamenn þurfa að færa sig saman milli sala.
–  Innifalið í leigugjaldi er eingöngu aðgangur að Litlu Björk og Afmælissal og aðstöðu þeim tengdum.
–  Gefnar eru 15 mínútur í undurbúning fyrir afmælissalinn.  Það er því opnað þangaði inn 15 mín. eftir að veisla hefst.
–  Leigutaki kemur með sinn eigin borðbúnað og veitingar.  Mælt er með því að fólk komi með pizzur/kökur og noti plastglös og plasthnífapör.
–  Aðgangur er ekki að eldhúsi en hægt er að fá lánaðar könnur til að blanda í djús.
–  Leigutaki skilar salnum af sér eins og hann tekur við honum, sópar, hendir rusli, þurrkar af borðum og skilar viðbótar stólum og borðum.

 

Litla Björk, ein og sér:

Kynnið ykkur umgengnisreglur sem hanga uppá vegg þegar komið er inní salinn.
–  Hámarksfjöldi í Litlu Björk er 30 manns.
–  Skilyrði að það sé a.m.k. einn fullorðinn einstaklingur (20 ára) á hver 10 börn inni í Litlu Björk.
–  Leigutaki ber fulla ábyrgð á þeim einstaklingum sem eru á þeirra vegum í Íþróttamiðstöðinni Björk.
–  Púðagryfjan er einungis 1,2 metrar á dýpt og því stranglega bannað að taka púða uppúr gryfjunni og gætið þess að nóg sé af púðum þar sem verið er að stökkva í grifjuna.
–  Gætið vel að börnunum því auðvelt er að slasa sig ef ekki er farið varlega.
–  Innifalið í leigugjaldi er eingöngu aðgangur að Litlu Björk
–  Leigutaki skilar salnum af sér eins og hann tekur við honum.